Lýsing ferðar:
Gönguleiðin um Laugaveginn, á milli Landmannalauga og Þórsmerkur, er einhver allra vinsælasta gönguleið landsins og hefur að auki komist á lista yfir fallegustu gönguleiðir í heimi.
Landslagið er ótrúlega fjölbreytt, gengið er um litskrúðug líparítsvæði, biksvört hrafntinnuhraun, hvissandi háhitasvæði, spegiltær vötn, svarta sanda og græna skóga.
Trúss
Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum. Þótt ferðirnar séu trússferðir er gott að hafa í huga að trússbíllinn er ekki mjög stór. Því skal takmarka umfang þess farangurs sem tekinn er með. Ágætt er að taka ekki meira með en í hefðbundinni ferð þar sem gengið er með allan farangur. Ganga verður þannig frá öllum farangri að hann blotni ekki þó rigni á hann.
Laugavegsganga með Southcoast Adventure tekur 3 daga og tvær nætur,
Dagur 1
Brottför kl 08:00 að morgni frá Hvolsvelli/Hellu með Jeppa frá Southcoast Adventure og haldið inní Landmannalaugar.
Þar fær fólk sér að borða og tekur vatn og nesti fyrir daginn áður en haldið er af stað í Fyrstu dagleið. Vegalengd er um 13-14 km og áætlaður göngutími 6-7klst. Gengið er frá skálanum í Landmannalaugum og gengið yfir litskrúðugt umhverfi sem Torfajökull hefur mótað í aldana rás. Við stoppum við Höskuldsskála í Hrafntinnuskeri eftir ca. 3-4 tíma göngu. Þar sem við snæðum nesti og komumst á salerni Þegar líður á göngu opnast útsýni yfir jökla, græn fjöll, svarta sanda við Álftavatn.Eftir að ferðalangar hafa komið sér fyrir og fengið sér Heitan kvöldmat í skála er tilvalið að fara í kvöldgöngu til að skoða nágrennið.
Dagur 2
Annan daginn er gengið í Emstrur frá Álftavatni og haldið í austur frá skálanum eftir stikaðri leið í Hvanngil. 15 Km ganga eða 6-7 klukkustunda ganga. Vaða þarf Bláfjallakvísl sem er lítið mál þó oft sé hún köld. Útsýnði af brúninni ofan Hvanngils, suður og austur yfir fjöllin er ægifagurt.
Í Hvanngili er hægt að komast á salerni og margir kjósa líka að gista þar í staðinn fyrir Álftavatn. Frá Hvanngili er stutt að göngubrú yfir Kaldaklofskvísl og rétt sunnan hennar er komið að Bláfjallakvísl sem þarf að vaða. Þar þarf oft að fara varlega því áin getur vaxið hratt í rigningum.
Nú liggur leiðin að mestu við hlið akvegsins allt að Innri-Emstruá sem er brúuð. Skammt sunnan við hana liggur gönguleiðin út af akveginum til vinstri og suður Emstrur, að mestu um örfoka land. Sé veður þurrt með vindi eru á líkur sandfoki. Gengið er á milli Útigönguhöfðanna og þaðan er um klukkustundar gangur suður í Botnaskála á Emstrum. Skálarnir sjást ekki fyrr en komið er næstum alveg upp að þeim. Eftir kvöldmat er ómissandi að ganga að Markarfljótsgljúfri sem flestum er ógleymanleg upplifun.
Dagur þrjú
15 km, 6-7 klst.
Frá Botnum er gengið því sem næst beint í austur, þar sem taka þarf talsverðan krók fyrir Syðri-Emstruárgljúfur sem nær langleiðina að Entujökli. Brattur krákustígur er niður að göngubrúnni á Syðri-Emstruá og lofthræddir eiga stundum í erfiðleikum að komast að og frá brúnni.
Leiðin liggur síðan fram með Langhálsi og fram undir ármótin á Markarfljóti og Syðri-Emstruá. Þar er sjálfsagt að ganga fram á gljúfurbarminn þar sem árnar mætast.
Nú hefst ganga suður Almenninga. Tvö gil verða fljótlega á vegi okkar, Slyppugil og Bjórgil og þar er gott að stoppa og snæða nesti. Eftir að komið er upp úr Bjórgili liggur leiðin um land sem ber þess merki að þar hefur verið meiri skógur fyrr á öldum. Þar heita Fauskatorfur.
Landið breytist þegar kemur fram í Úthólma suður við Ljósá. Upp frá Ljósá heitir Kápa sem er síðasta brattinn á leiðinni. Þegar komið er niður af Kápu blasir Þröngá við sem skilur á milli Þórsmerkur og Almenninga. Hana þarf að vaða og er það alla jafna lítið mál en áin getur þó verið nokkuð grýtt.
Nú er komið í Hamraskóga og ekki nema rúmlega hálftíma gangur þar til komið er í Skagfjörðsskála í Langadal á Þórsmörk. Síðasti spölurinn er skemmtilegur, enda hlýleg tilbreyting að ganga í skóglendi.
Síðasta daginn er gengið í Þórsmörk þar sem bíll frá Southcoast Adventure sækir fólk og farangur og kemur því til byggða.
Auk þess að gefa sér góðan tíma í gönguna sjálfa þá er mælt með því að göngufólk noti tækifærið og eigi einhvern tíma í Langadal í Þórsmörk í lok göngunnar. Þar er yndislegt að dvelja og hægt að finna margar fallegar gönguleiðir í nágrenninu, bæði lengri og styttri.
– Akstur inní Landmannalaugar og úr Þórsmörk
– Gisting í skálum
– Nesti yfir daginn
– Farangurstrúss milli skála
– Morgunmatur
– og margt fleira
Auðvelt
Sjá nánari upplýsingar fyrir ofan.
Suitable for most people in fair condition. You have to be able to walk on uneven surface and hike for at least 2 – 3 hours at a slow pace, with breaks. Trails are generally of good quality and glacier travel at a relatively low angle.
Suitable for those in good condition who are able to walk for about 4 hours at a low or moderate pace. Trails are generally of good quality and glacier travel at a relatively low angle.
For someone in good hiking condition and with experience of hiking. Trails generally in fair conditions but some parts of the tour might be off track. Glacier/snow travel can be on uneven ground with challenging sections. Increased distance. We recommend guests have the ability to cover 12km a day on rugged trails and snow.
Only a few of our trips are defined as Demanding. Hence most of our tours are rated Easy, Moderate or Challenging. Demanding tours are for someone in very good hiking and physical condition. Trails generally in fair conditions but large sections of the tour might be off track. Glacier/snow travel on uneven ground with some challenging sections. Increased distance. we recommend guests have the ability to cover 20+ km a day on uneven trails and snow. A significant increase in elevation and some technical difficulty should be expected.