17. apríl- 18. apríl 2021.
Ævintýraferð inní Þórsmörk, þar sem meðal annars íshellir í Krossárjökli er skoðaður.
Gisting og matur innifalið í verði.
Hvernig væri að upplifa Þórsmörk í allri sinni dýrð.
Eins og allir landsmenn vita er náttúrufegurðin í Þórsmörk einstök, þar sem stórbrotnustu og fíngerðustu þættir íslenskrar náttúru vefjast saman í undurfagra heild. Southcoast Adventure býður fólki að kynnast Þórsmörk með hjálp leiðsögumanna úr heimabyggð.
Dagskrá:
17. apríl´21
Dagur 1.
Lagt er af stað frá Hvolsvelli kl. 10:00, farið verður á breyttum jeppum inní Þórsmörk og áfangastaðurinn verður Húsadalur.
Þegar komið er í Húsadal um kl. 11.30, er farangri komið fyrir og tekið á móti lyklum að herbergjum/ kofum. Göngugarpar undirbúa sig undir göngu.
Nesti sem verður útbúið af SCA, verður það tekið með í gönguna og borðað á leiðinni.
Keyrt er inn fyrir Bása í Goðalandi og inn að Gelti, þar sem árnar Krossá og Tungnakvísl mætast. Þaðan er keyrt inn dalinn að Uppgöngum og gengið þaðan inn að jökli sirka 3,2 km. Gangan er falleg og hægfarin um sjaldfarið svæði, dramatískir klettar allt í kring. Það má eiga von á litlu vaði á leiðinni. Hægt að sleppa við það með því að ganga norðan megin í dalnum.
Eftir gönguna inn að Krossárjökli er farið aftur í bíla og stoppað í Langadal, þar sem yrði gengið yfir Valahnjúk í Húsadal.
Kvöldmatur: Grillað lambalæri, með öllu tilheyrandi.
----
18. apríl´21
Dagur 2.
Morgunmatur snæddur og hádegisnestið fundið til fyrir daginn.
Haldið verður af stað í bíla, síðasta lagi kl. 10:00 frá Húsadal.
Keyrt af stað úr Þórsmörk með viðkomu í Stakkholtsgjá, þar er gengið inn.
Nestið borðað inn gilinu.
Því næst er stoppað við Nauthúsagil og gengið inn að fossi.
Ferðinni líkur svo á Hvolsvelli þar sem við kveðjum hópinn 🙂
Morgun-, hádegis- og kvöldmatur alla dagana. (kaffi,te og kaldir drykkir).
Skutl til og frá Hvolsvelli.
Gönguferðir með leiðsögn.
Gisting í Húsadal, sturta
Almennur útbúnaður til ferðarinnar
Mælum með að fólk komi með:
-Góðan útivistarklæðnað.
-Góða gönguskó.
Verð: 29.900,- á mann m.v. tvo í uppábúið herbergi. Hægt er að bóka einstaklings herbergi fyrir auka 4000,- á mann, athuga það er gert í „check out’’.
Við tökum á móti ferðaávísun, stimplað er inn kóðan í „check out’’.
Southcoast Adventure áskilur sér rétt til að hætta við ferðir og afbóka bókanir ef þörf krefur. Ferðirnar geta verið háðar veðri.
Við gætum þurft að hætta við ferðir eða setja þær á annan tíma ef að lágmarksfjöldi hefur ekki náðst í ferðina en lágmarksfjöldi í ferð eru 10 fullorðnir.
Auðvelt
Lýsing ferðar:
Snjósleðaferð upp Eyjafjallajökul- einstakt ævintýri!
Mæting á Gljúfrabúa, vegur 249. . Þar erum við með allan útbúnað til vélsleðaferðarinnar, svo sem galla, hjálma. Þegar allir eru klárir er ekið á jeppum upp Hamragarðaheiði áleiðis að Eyjafjallajökul þar sem vélsleðarnir eru staðsettir.
Í upphafi ferðar er farið yfir öryggisreglur, meðferð og notkun vélsleða, og öryggisreglur í umgengi um jökla. Það eru farastjórar og leiðbeinendur með í ferðum hjá Southcoast Adventure sem stýra för og hugsa um að allt fari vel og fólk njóti sem best jöklaferðarinnar.
Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull Íslands. Undir jöklinum er eldkeila sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920, þá 1612, 1821 og 2010. Öll þessi gos hafa verið frekar lítil. Þegar gaus árið 1821 stóð gosið til ársins 1823. Gos hófst svo á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 austan við Eyjafjallajökul. Þann 14. apríl 2010 hófst gos undir jökulhettunni.
Á meðan ferðinni stendur verða tekin nokkur stopp til að njóta stórfenglegs útsýnis yfir Suðurland ef veður leyfir.
Heildartími ferðar er um 3 klukkustundir með keyrslu upp og niður. Sleðaferðin sjálf er um 1 klukkustund.
Auðvelt
Ævintýradagar í Þórsmörk. 18.- 20. september n.k.
Hvernig væri að upplifa Þórsmörk í allri sinni dýrð.
Eins og allir landsmenn vita er náttúrufegurðin í Þórsmörk einstök, þar sem stórbrotnustu og fíngerðustu þættir íslenskrar náttúru vefjast saman í undurfagra heild.
Yfir Ævintýradagana ætlum við að bjóða fólki að kynnast Þórsmörk með hjálp leiðsögumanna úr heimabyggð
Dagskrá:
18.- 20. september. 3 dagar,2 nætur.
Dagur 1.
Lagt er af stað frá Hvolsvelli kl. 09:30, farið verður á breyttum jeppum inní Þórsmörk og áfangastaðurinn verður Básar í Goðalandi.
Þegar komið er í Bása um kl. 10:45 verður tjaldað og farangri komið fyrir. Göngugarpar undirbúa sig undir göngu.
Kl. 11:30
Lagt verður af stað í u.þ.b. 6 klst. göngu. Þar sem hópnum verður skipt í tvennt. Annars vegar fyrir þá sem er vanari og hinsvegar fyrir þá sem vilja fara hægar yfir.
** Nesti sem verður útbúið af SCA og það verður tekið með í gönguna og borðað á leiðinni.
Það er í boði að fara í sturtu fyrir kvöldmat fyrir þá sem vilja.
Kvöldmatur: Grillaður fiskur, með öllu tilheyrandi.
----
Dagur 2.
Morgunmatur snæddur og einnig er hádegisnestið fundið til fyrir daginn.
Haldið verður af stað í göngu, síðasta lagi kl. 10.30.
Í boði verður að skipta hópnum í tvennt, fyrir þá sem er vanari og svo fyrir þá sem vilja fara hægar yfir.
Að göngu lokinni um kl.18:00 verður Yoga kennari mættur í Bása til að taka 30-45 mín. teygju og yoga æfingu með gönguhópnum. Á meðan það er í gangi mun starfsfólk Southcoast Adventure að undirbúa matinn, svo hann verði klár eftir Yoga.
Það er svo í boði að fara í sturtu fyrir matinn.
Því næst er kvöldmatur seinna kvöldið og kvöldvaka.
í boði verður grillað lambalæri með öllu tilheyrandi.
----
Dagur 3.
Morgunmatur og hádegisnestið fundið til fyrir daginn.
Brottför í bílana í síðasta lagi kl. 09:30.
Keyrt af stað úr Þórsmörk með viðkomu í Stakkholtsgjá, þar er gengið inn.
Nestið borðað inn gilinu.
Því næst er stoppað við Nauthúsagil og gengið inn að fossi.
Ferðinni líkur svo á Hvolsvelli þar sem við kveðjum hópinn 🙂
------------
19. - 20. september 2 dagar, 1 nótt.
Dagur 1.
Lagt er af stað frá Hvolsvelli milli kl. 09:00 og 09:30, farið verður á breyttum jeppum inní Þórsmörk og áfangastaðurinn verður Básar á Goðalandi.
Þegar komið er í Bása um kl. 10:15 verður farangri komið fyrir í skála. Göngugarpar undirbúa sig fyrir göngu.
Kl. 10:45
Lagt verður af stað í u.þ.b. 6 klst. göngu. Þar sem hópnum verður skipt í tvennt. Annars vegar fyrir þá sem er vanari og hinsvegar fyrir þá sem vilja fara hægar yfir.
** Nesti sem verður útbúið af SCA og það verður tekið með í gönguna og borðað á leiðinni.
---
Að göngu lokinni um kl. 18:00 verður Yoga kennari mættur í Bása til að taka 30-45 mín. teygju og yoga æfingar með gönguhópnum.
Á meðan hópurinn gerir æfingar á mun starfsfólk Southcoast Adventure undirbúa matinn, svo hann verði klár eftir Yoga.
Það er í boði að fara í sturtu fyrir mat fyrir þá sem kjósa
í Kvöldmat er lambalæri með öllu tilheyrandi. eftir mat verður kvöldvaka.
----
Dagur 2.
Morgunmatur og tekin saman Hádegisnestið yfir daginn.
Brottför í bílana í síðasta lagi kl. 09:30.
Keyrt af stað úr Þórsmörk og stoppað við Stakkholtsgjá og farið í göngu.
Nesti borðað inní Stakkholtsgjá.
Því næst er stoppað við Nauthúsagil og rölt inn að fossi.
Ferðinni líkur svo á Hvolsvelli þar sem við kveðjum hópinn.
----
Vegalengdir
Lengri gangan.
12 - 15 km.
5-7 kist.
hækkun: 500 - 800 m.
Stakkholtsgjá
3,5 - 4 km
1-1.5 kist.
hækkun: 10 m.
----
INNIFALIÐ:
Morgun-, hádegis- og kvöldmatur alla dagana með okkur. (kaffi,te og kaldir drykkir).
Skutl til og frá Hvolsvelli.
Gönguferðir með leiðsögn.
Gisting í skála í Básum, sturta og aðstaða.
Yoga.
EKKI INNIFALIÐ:
Almennur útbúnaður til ferðarinnar
Almennur útbúnaður til skálagistingar. s.s. svefnpoki.
Verð:
18.- 20. september.
3 dagar/2 nætur = 35.900 ISK á mann
19.- 20. september.
2 dagar/ 1 nótt = 29.900 ISK á mann
–Svefnpoka.
Auðvelt
Lýsing ferðar:
Í upphafi ferðar er farið yfir öryggisreglur, meðferð og notkun Buggy bifreiða. Það eru leiðbeinendur og fararstjórar með í ferðum hjá Southcoast Adventure sem stýra för og hugsa um að allt fari vel og fólk njóti sem best.
Ertu að leita að meiri áskorun og lengri skemmtun? Í Buggy two hours,-Little bit of everything, ferð með meiri leiðsögn. Upplifðu einstaka náttúru á nýjan máta.
Helltu þér í fjörið í góðum félagsskap, setjist inn í tveggja sæta buggy. Við keyrum á grófum malarvegum og slóðum og leiðin fer með okkur yfir læki og sprænur, verið því viðbúin að blotna aðeins!
Buggy bílarnir okkar eru sjálfskiptir og með 4 punkta öryggisbelti svo að það er auðvelt og öruggt að keyra þá.
Áætlaður tími í kringum 2 klst.
Auðvelt
Lýsing ferðar:
Sólheimajökull er skriðjökull í sunnanverðum Mýrdalsjökli. Hann er 8-11 km langur (samkvæmt mismunandi heimildum)[1] og 1-2 km breiður.
Ísganga á Sólheimajökli.
Fullkomin ferð fyrir þá sem vilja spreyta sig á ísgöngu og hentar vel fyrir alla, hvort sem þú ert vanur ísgöngu eða ey.
Jöklagangan hefst við bækistöð Southcoast Adventure við Sólheimajökul bílastæðin. Þar fá allir þann öryggisbúnað sem þarf til ferðarinnar og síðan er haldið af stað að jöklinum. Gangan að jöklinum tekur um 30 mínútur.
Í upphaf ferðar eru komið hjálmum sem og ísboddum á mannskapinn og farið yfir notkun á öryggisbúnaði og öryggisreglum í ferðinni. Síðan er haldið á jökulinn. Athyglin er á svæðinu fremst á jöklinum þar sem finna má sprungur, svelgi, jökuldríli og fleiri skemmtilega og áhugaverðar ísmyndanir.
Áætlað er að ferðin taki um 4 klukkustundir.
Auðvelt
Lýsing ferðar;
Sólheimajökull er skriðjökull í sunnanverðum Mýrdalsjökli. Hann er 8-11 km langur (samkvæmt mismunandi heimildum)[1] og 1-2 km breiður.
Ísklifur á Sólheimajökli er svo sannarlega eftirminnileg lífsreynsla. Umhverfið er stórbrotið. Farið er í gegnum mikilvæg atriði sem koma sér vel í klifrinu og leiðsögumaðurinn sér til þess að þáttakendur kynnist íþróttinni sem best. Hvort sem þú ert algjör byrjandi eða lengra komin þá er þetta ferðin fyrir þig. Við reynum eftir fremsta megni að laga ferðina að getustigi allra í hópnum. Þetta er ferð fyrir alla, konur og kalla.
Jöklagangan hefst við bækistöð Southcoast Adventure við Sólheimajökul bílastæðin. Þar fá allir þann öryggisbúnað sem þarf til ferðarinnar og síðan er haldið af stað að jöklinum. Gangan að jöklinum tekur um 30 mínútur.
Í upphaf ferðar eru komið hjálmum sem og ísboddum á mannskapinn og farið yfir notkun á öryggisbúnaði og öryggisreglum í ferðinni. Síðan er haldið á jökulinn. Athyglin er á svæðinu fremst á jöklinum þar sem finna má sprungur, svelgi, jökuldríli og fleiri skemmtilega og áhugaverðar ísmyndanir.
Áætlað er að ferðin taki um 4 klukkustundir.
Miðlungs erfitt
Lýsing ferðar:
Gönguleiðin um Laugaveginn, á milli Landmannalauga og Þórsmerkur, er einhver allra vinsælasta gönguleið landsins og hefur að auki komist á lista yfir fallegustu gönguleiðir í heimi.
Landslagið er ótrúlega fjölbreytt, gengið er um litskrúðug líparítsvæði, biksvört hrafntinnuhraun, hvissandi háhitasvæði, spegiltær vötn, svarta sanda og græna skóga.
Trúss
Ferðirnar eru trússferðir. Farangur er fluttur á milli náttstaða, svo að þátttakendur þurfa aðeins að bera bakpoka með nesti og hlífðarfötum. Þótt ferðirnar séu trússferðir er gott að hafa í huga að trússbíllinn er ekki mjög stór. Því skal takmarka umfang þess farangurs sem tekinn er með. Ágætt er að taka ekki meira með en í hefðbundinni ferð þar sem gengið er með allan farangur. Ganga verður þannig frá öllum farangri að hann blotni ekki þó rigni á hann.
Laugavegsganga með Southcoast Adventure tekur 3 daga og tvær nætur,
Dagur 1
Brottför kl 08:00 að morgni frá Hvolsvelli/Hellu með Jeppa frá Southcoast Adventure og haldið inní Landmannalaugar.
Þar fær fólk sér að borða og tekur vatn og nesti fyrir daginn áður en haldið er af stað í Fyrstu dagleið. Vegalengd er um 13-14 km og áætlaður göngutími 6-7klst. Gengið er frá skálanum í Landmannalaugum og gengið yfir litskrúðugt umhverfi sem Torfajökull hefur mótað í aldana rás. Við stoppum við Höskuldsskála í Hrafntinnuskeri eftir ca. 3-4 tíma göngu. Þar sem við snæðum nesti og komumst á salerni Þegar líður á göngu opnast útsýni yfir jökla, græn fjöll, svarta sanda við Álftavatn.Eftir að ferðalangar hafa komið sér fyrir og fengið sér Heitan kvöldmat í skála er tilvalið að fara í kvöldgöngu til að skoða nágrennið.
Dagur 2
Annan daginn er gengið í Emstrur frá Álftavatni og haldið í austur frá skálanum eftir stikaðri leið í Hvanngil. 15 Km ganga eða 6-7 klukkustunda ganga. Vaða þarf Bláfjallakvísl sem er lítið mál þó oft sé hún köld. Útsýnði af brúninni ofan Hvanngils, suður og austur yfir fjöllin er ægifagurt.
Í Hvanngili er hægt að komast á salerni og margir kjósa líka að gista þar í staðinn fyrir Álftavatn. Frá Hvanngili er stutt að göngubrú yfir Kaldaklofskvísl og rétt sunnan hennar er komið að Bláfjallakvísl sem þarf að vaða. Þar þarf oft að fara varlega því áin getur vaxið hratt í rigningum.
Nú liggur leiðin að mestu við hlið akvegsins allt að Innri-Emstruá sem er brúuð. Skammt sunnan við hana liggur gönguleiðin út af akveginum til vinstri og suður Emstrur, að mestu um örfoka land. Sé veður þurrt með vindi eru á líkur sandfoki. Gengið er á milli Útigönguhöfðanna og þaðan er um klukkustundar gangur suður í Botnaskála á Emstrum. Skálarnir sjást ekki fyrr en komið er næstum alveg upp að þeim. Eftir kvöldmat er ómissandi að ganga að Markarfljótsgljúfri sem flestum er ógleymanleg upplifun.
Dagur þrjú
15 km, 6-7 klst.
Frá Botnum er gengið því sem næst beint í austur, þar sem taka þarf talsverðan krók fyrir Syðri-Emstruárgljúfur sem nær langleiðina að Entujökli. Brattur krákustígur er niður að göngubrúnni á Syðri-Emstruá og lofthræddir eiga stundum í erfiðleikum að komast að og frá brúnni.
Leiðin liggur síðan fram með Langhálsi og fram undir ármótin á Markarfljóti og Syðri-Emstruá. Þar er sjálfsagt að ganga fram á gljúfurbarminn þar sem árnar mætast.
Nú hefst ganga suður Almenninga. Tvö gil verða fljótlega á vegi okkar, Slyppugil og Bjórgil og þar er gott að stoppa og snæða nesti. Eftir að komið er upp úr Bjórgili liggur leiðin um land sem ber þess merki að þar hefur verið meiri skógur fyrr á öldum. Þar heita Fauskatorfur.
Landið breytist þegar kemur fram í Úthólma suður við Ljósá. Upp frá Ljósá heitir Kápa sem er síðasta brattinn á leiðinni. Þegar komið er niður af Kápu blasir Þröngá við sem skilur á milli Þórsmerkur og Almenninga. Hana þarf að vaða og er það alla jafna lítið mál en áin getur þó verið nokkuð grýtt.
Nú er komið í Hamraskóga og ekki nema rúmlega hálftíma gangur þar til komið er í Skagfjörðsskála í Langadal á Þórsmörk. Síðasti spölurinn er skemmtilegur, enda hlýleg tilbreyting að ganga í skóglendi.
Síðasta daginn er gengið í Þórsmörk þar sem bíll frá Southcoast Adventure sækir fólk og farangur og kemur því til byggða.
Auk þess að gefa sér góðan tíma í gönguna sjálfa þá er mælt með því að göngufólk noti tækifærið og eigi einhvern tíma í Langadal í Þórsmörk í lok göngunnar. Þar er yndislegt að dvelja og hægt að finna margar fallegar gönguleiðir í nágrenninu, bæði lengri og styttri.
– Akstur inní Landmannalaugar og úr Þórsmörk
– Gisting í skálum
– Nesti yfir daginn
– Farangurstrúss milli skála
– Morgunmatur
– og margt fleira
Auðvelt
Sveinstindur-Strútsstígur ganga
Dagur 1.
Farið uppí bíla frá N1, Hvolsvelli kl 08:00, keyrt áleiðis inn að Langasjó.
Gangan hefst hjá Langasjó, þar reimum við á okkur gönguskóna og höldum á útsýnisfjallið Sveinstind (1090m). Á toppi Sveinstinds er ægifagurt útsýni til allra átta. Við sjáum m.a. Vatnajökul í austri, Mýrdalsjökul í vestri. Af tindinum er gengið niður í Sveinstindskála.
Gangan tekur 3-4 klst.
Lengd leiðar um 6 km.
Gisting í Sveinstindsskála.
Dagur 2.
Morgunmatur
Ganga hefst við Sveinstindskála og endar í Skælingum.
Þetta er ein af fallegustu gönguleiðum landsins og er upplifunin einstök.
Gengið er frá skálanum við Sveinstind og niður með Skaftá. Því næst er haldið um Hvanngil og suður að Uxatindum, þar sem er farið um Uxatindagljúfur. Næst liggur leið fram Skælinga að náttstað.
Lengd leiðar er 18 - 20 km.
Gangan tekur 7-8 klst.
Gist er í Skælingum.
Dagur 3.
Morgunmatur
Gengið er frá Skælingum í Álftavötn
Þessi dagur byrjar á göngu á Gjátind sem gnæfir yfir Elgjá,þar sem útsýnið er stórkostlegt. Stoppað er á skemmtilegum myndastað áður en gengið er ofan í Eldgjá og að Ófærufossi. Því næst er gengið út Eldgjá og að Hólaskjóli. Eftir stutt stopp og hressingu, er haldið áfram að Álftavötnum. Rétt áður en er komið í skála er farið yfir Steinbogan sem liggur yfir Syðri Ófæru.
Gisting í Álftavötnum.
Lengd leiðar er u.þ.b. 23 km.
Gangan tekur 10-11 klst.
Gisting við Álftavötn
Dagur 4.
Morgunmatur
Gengið hefst við Álftavötnum og endar við Strút
Frá Álftavötnum er gengið með Svartahnjúksfjöllum í Hólmsárbotna og þar gefst jafnan tækifæri til að skola af sér ferðarykið í hinni rómuðu Strútslaug. Eftir laugina er haldið beint að Strútsskála
Lengd leiðar 21-23 km
Gangan tekur u.þ.b. 9-11 klst með stoppi í Strútslaug.
Gist er í Strútsskála.
Dagur 5.
Morgunmatur.
Gengið er frá Strút í Hvanngil
Í víðum fjallasal breiðir Hólmsárlón úr sér en yfir því gnæfa Svartahnjúksfjöll og Torfajökull. Í suðri má sjá tindinn á fjallinu Strút, en af honum er nafn leiðarinnar dregið.
Á lokadegi liggur gönguleiðin um Mælifellssand í Hvanngil
Gengið er frá Strútsskála yfir Veðurháls, vestur í Hrútagil. Gengið er framhjá Slysaöldu á Mælifellssandi, þaðan sem fylgt er gömlu þjóðleiðinni inní Hvanngil.
Lengd leiðar er 16-17 km.
Gangan tekur um 5-7 klst.
** Frá Hvanngil er hópurinn sóttur og keyrður á Hvolsvöll. Einng er hægt að halda áfram göngu og taka Laugaveginn áfram og enda í Þórsmörk.
-Með Laugavegi-
Dagur 6
Morgunmatur
Gengið úr Hvanngili í Emstrubotna
haldið í austur frá skálanum og Kaldaklofkvísl þveruð á göngubrú. komið er á Þrætutanga og gengið að Bláfjallakvísl. hana þarf að vaða, sem er lítið mál þó oft sé hún köld. Næst liggur leið yfir sandana mitt á milli sígrænna fjalla. Þegar komið er framhjá Hattfelli og Stórkonufelli fer að styttast í Botna. Eftir komið er í Skála er nauðsynlegt að taka stutta göngu að Markarfljótsgljúfri þar sem Fljótið liggur neðst í botninn á mikilfenglegu gljúfri.
Lengd leiðar er um 12 km.
Gangan tekur um 5-6 klst.
Gist er í Emstrubotnum.
Dagur 7 :
Morgunmatur
Frá Emstrubotnum er gengið því sem næst beint í austur, þar sem taka þarf talsverðan krók fyrir Syðri-Emstruárgljúfur sem nær langleiðina að Entujökli. Brattur krákustígur er niður að göngubrúnni á Syðri-Emstruá og lofthræddir eiga stundum í erfiðleikum að komast að og frá brúnni. Komið er inní Hamraskóg í Þórsmörk og svo líkur göngunni í Langadal.
Lengd leiðar um 15 km.
Gangan tekur um 6-7 klst.
Hópurinn er sóttur í Langadal á þessum síðasta degi göngunnar.
Hægt er að bæta við tveimur dögum fyrir 40.000 ISK. sem bætist við heildarverð.
Miðlungs erfitt.
Áætlunarferðir í Þórsmörk með Southcoast Adventure. Þetta hentar afar vel fyrir alla ferðalanga, Bæði þá sem vilja einungis heimsækja þessa náttúruperlu sem og fyrir þá sem eru að ljúka eða hefja Laugavegs- eða Fimmvörðuhálsgöngu.
Þrjár brottfarir á dag 01.06-15.09 / Ein brottför á dag 01.04-31.05 og 16.09- 31.10
ATH. Rútan fer ekki nema það séu bókanir.
Rútan stoppar
bílaplaninu hjá N1 á Hvolsvelli
við afgreiðslu tjaldsvæðis á Gljúfrabúa/Hamragörðum.
Við rútustoppistöð í Húsadal, Langadal og Básum.
Við bílaplanið hjá Skógafoss.
Stök ferð kostar 5500 kr. á mann.
Ferð inn og út úr Þórsmörk kostar 9000 kr. á mann.
Stök ferð á Skóga kostar 8000 kr. á mann
Ferð inn og út úr Þórsmörk sem endar á Skógum kostar 12500 kr. á mann.
Athuga að aðeins er farið á Skóga í seinustu brottför úr Þórsmörk á degi hverjum.
Þrjár brottfarir á dag 01.06-15.09 / Ein brottför á dag 01.04-31.05 og 16.09- 31.10
Gildir frá 1. apríl- 31. oktober
Southcoast Adventure býður uppá starfsmanna ferða pakka á frábæru verði. Ferðir sem hafa slegið í gegn og geta m.a innihaldið snjósleðaferðir, buggy ferðir, ísgöngu, íshella heimsókn, Þórsmörk svo fá eitt sé nefnt. Hægt er að sniða ferðirnar að ykkar þörfum, með eða án mat og drykkja. Skutl til og frá áfangastað. Allt sniðið af ykkur þörfum. Við gerum ávallt okkar besta til að gera ferðina fyrir þinn hóp ógleymanlega.
Það er fátt sem jafnast á við ferðalag í góðum hópi vina eða ættingja. Við höfum mikla reynslu af skipulagningu alls kyns ferða og höfum sérlega gaman af því að hjálpa öðrum að setja saman ógleymanlega upplifun. Öll höfum við okkar sérstöku óskir og hugmyndir um hvernig hið fullkomna frí á að vera. Við vinnum með þessar óskir og sérsníðum ferðina þannig að allir komi glaðir og hamingjusamir heim.
Ekkert mál að hanna ferðir fyrir hópa eftir því hvað þeir eru að leita að, við erum með leiðsögumenn og eigendur sem ferðast um Suðurlandið allt árið um kring bæði með ferðamenn og líka í eigin vegum í sínum tíma og viljum við endilega sýna ykkur brot af því sem hægt er að gera hér.
HÓPFERÐIR
Ert þú að skipuleggja ferð fyrir vinnustaðinn þinn, saumaklúbbinn, fjölskylduna eða bara ferð fyrir góða vini?
Stimplaðu þig út úr hversdagsleikanum, gerðu eitthvað sem nærir líkama og sál, upplifun sem þú og þínir munu aldrei gleyma.
Fullkomin gæðastund með þínum uppáhalds.
Ferðir sem eru sérsniðnar eftir hópum.
Hvataferðir og starfsdagar eru frábær leið til að verðlauna og hvetja starfsfólk. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar til þess að skipuleggja ógleymanlegar ferðir sem þykja orðið mikilvægur þáttur í starfsmannahaldi fyrirtækja.
FJÖLSKYLDUFJÖR
Frábær fjölskylduskemmtun fyrir allan aldur. Hér er aðalmarkmiðið að hafa gaman og njóta samveru með sínum bestu.
Árshátíðir
Við bjóðum uppá fjölbreytta möguleika fyrir lítil og stór fyrirtæki þegar kemur að skipulagningu árshátíðar eða einstakra viðburða.
Á suðurlandi er úrval gististaða, frábærir veitingastaðir fjölbreytt afþreying og listamenn til að skemmta á árshátíðinni.
Starfsdagur getur verið mjög áhrifarík leið til þess að bæta vinnuandan og ánægju starfsmanna. Ánægðir starfsmenn skila ánægðum viðskiptavinum.
Við skipuleggjum slíkar ferðir í samstarfi við viðskiptavini okkar og tökum mið af samsetningu hópsins og markmiði ferðar innan þess fjárhagsramma sem settur hefur verið.
Hafðu samband tímalega og við setjum saman glæsilega árshátíð sniðna að ykkar þörfum.
Hvort sem hentar þínum hópi, ævintrýarferð eða slökun þá sjáum við til þess að gestirnir fái ógleymanlega upplifun.
Dæmi:
Þórsmörk starfsmannaferð frá 12.000 ISK á mann.
Nánari upplýsingar í síma +354 8673535 eða á info@southadventure.is
Allur fatnaður fyrir snjósleðaferðina, hanskar, hjálmur og heilgalli.
Mælum með:
Útbúnaður: Góðir skór s.s. léttir gönguskór eða íþróttaskór og útvistarfatnaður sem hæfir veðri s.s. hlýjar og vatnsheldar yfirhafnir, buff undir hjálma og fingravettlingar.
Auðvelt
Southcoast Adventure býður uppá tösku þjónustu frá Hvolsvelli inní Þórsmörk.
Fyrir farþega sem ætla í gönguferð sem endar í Þórsmörk er boðið upp á tösku sendingar í Húsadal, Langadal eða Bása. Bílstjórinn sem fer í Þórsmörk tekur við pakkanum þínum á Hvolsvelli og kemur honum á áfangastað.
Allar töskur þurfa að vera skilmerkilega merktar með merkingum sem eru í A4 stærð á töskur eða sambærilegt.
Gott er að merkja með tveimur mismunandi merkingum ef að önnur dettur af.
Allar töskur þurfa að vera komnar fyrir kl 08:45, í húsnæði Southcoast Adventure. Ormsvelli 23, Hvolsvelli.
Rukkað er eftir fjölda taska sem á við s.b.r. 5 manns eiga tvær töskur. þá er rukkað 1500 kr x 2.
Það er á ábyrgð eiganda töskunnar að koma töskunni á réttum tíma, á réttan stað og með réttum merkingum. Ef það er ekki gert ábyrgjumst við ekki að koma töskunni á áfanga stað.
Southcoast Adventure
Ormsvellir 23
860 Hvolsvöllur
sími +354 8673535
(Bakvið lögreglustöðina á Hvolsvelli)
Allar töskur þurfa að vera skilmerkilega merktar með merkingum sem eru í A4 stærð á töskur eða sambærilegt.
Gott er að merkja með tveimur mismunandi merkingum ef að önnur dettur af.
Allar töskur þurfa að vera komnar fyrir kl 08:45, í húsnæði Southcoast Adventure. Ormsvelli 23, Hvolsvelli.
Það er á ábyrgð eiganda töskunnar að koma töskunni á réttum tíma, á réttan stað og með réttum merkingum. Ef það er ekki gert ábyrgjumst við ekki að koma töskunni á áfanga stað.
í bókunarvél er hægt að velja hvert skal keyra töskunum.
Húsadalur: Töskunum er skutla í mótökuna inní Húsadal eða inní kalda eldhúsið.
Langidalur: Töskunum er skutlað fyrir utan salernishúsið, þar sem smá pallur sem snýr að bílastæðum og með skyggni.
Básar: Töskunum er skutlað í afgreiðslu skálavarðar.
Sjá nánari upplýsingar fyrir ofan.
Suitable for most people in fair condition. You have to be able to walk on uneven surface and hike for at least 2 – 3 hours at a slow pace, with breaks. Trails are generally of good quality and glacier travel at a relatively low angle.
Suitable for those in good condition who are able to walk for about 4 hours at a low or moderate pace. Trails are generally of good quality and glacier travel at a relatively low angle.
For someone in good hiking condition and with experience of hiking. Trails generally in fair conditions but some parts of the tour might be off track. Glacier/snow travel can be on uneven ground with challenging sections. Increased distance. We recommend guests have the ability to cover 12km a day on rugged trails and snow.
Only a few of our trips are defined as Demanding. Hence most of our tours are rated Easy, Moderate or Challenging. Demanding tours are for someone in very good hiking and physical condition. Trails generally in fair conditions but large sections of the tour might be off track. Glacier/snow travel on uneven ground with some challenging sections. Increased distance. we recommend guests have the ability to cover 20+ km a day on uneven trails and snow. A significant increase in elevation and some technical difficulty should be expected.
© Copyright 2021 Southcoast Adventure | Allur réttur áskilinn