Fyrirtækja- og starfsmannaferðir
Við skipuleggjum skemmtilega ævintýraferð fyrir fyrirtækið ykkar. Hópaferðir, fjölskyldufjör eða árshátíðir, við finnum til ferðina fyrir ykkur!
Ferðapakkar
Ógleymanlegar starfsmannaferðir
Ferðapakkar á frábæru verði
Ferðirnar okkar hafa slegið í gegn en við búum til ferðapakka sem geta innifalið snjósleðaferðir, buggy ferðir, ísgöngu, íshella heimsókn og/eða gönguferð í Þórsmörk svo fá eitt sé nefnt.
Hægt er að sníða ferðirnar að ykkar þörfum, með eða án matar og drykkja. Við bjóðum upp á skutl til og frá áfangastað og ferðin verður alveg sniðin að ykkar þörfum. Við reynum ávallt að gera okkar besta til að gera ferðina ógleymanlega.
Við sjáum um skipulagið
Ekki hafa neinar áhyggjur af skipulaginu. Við höfum mikla reynslu af skipulagningu alls kyns ferða og höfum sérlega gaman af því að hjálpa öðrum við að setja saman ógleymanlega upplifun. Við vinnum með ykkar óskir og sérsníðum ferðina þannig að allir komi glaðir og hamingjusamir heim.
Við erum með leiðsögumenn og eigendur sem ferðast um Suðurlandið allt árið um kring, bæði með ferðamenn og líka á eigin vegum á sínum tíma og hafa því mikla reynslu og þekkingu af Suðurlandinu.
Ekki hika við að hafa samband! Við útbúum gott tilboð fyrir ykkur.
Hópferðir
Ert þú að skipuleggja ferð fyrir vinnustaðinn þinn, saumaklúbbinn, fjölskylduna eða bara ferð fyrir góða vini?
Stimplaðu þig út úr hversdagsleikanum, gerðu eitthvað sem nærir líkama og sál, upplifun sem þú og þínir munu aldrei gleyma. Fullkomin gæðastund með þínum uppáhalds.
Ferðir sem eru sérsniðnar eftir hópum.
Hvataferðir og starfsdagar eru frábær leið til að verðlauna og hvetja starfsfólk. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar til þess að skipuleggja ógleymanlegar ferðir sem þykja orðið mikilvægur þáttur í starfsmannahaldi fyrirtækja.
Fjölskyldufjör
Frábær fjölskylduskemmtun fyrir allan aldur. Hér er aðalmarkmiðið að hafa gaman og njóta samveru með sínum bestu.
Árshátíðir
Við bjóðum uppá fjölbreytta möguleika fyrir lítil og stór fyrirtæki þegar kemur að skipulagningu árshátíðar eða einstakra viðburða.
Á suðurlandi er úrval gististaða, frábærir veitingastaðir fjölbreytt afþreying og listamenn til að skemmta á árshátíðinni.
Starfsdagur getur verið mjög áhrifarík leið til þess að bæta vinnuandan og ánægju starfsmanna. Ánægðir starfsmenn skila ánægðum viðskiptavinum.
Við skipuleggjum slíkar ferðir í samstarfi við viðskiptavini okkar og tökum mið af samsetningu hópsins og markmiði ferðar innan þess fjárhagsramma sem settur hefur verið.
Hafðu samband tímalega og við setjum saman glæsilega árshátíð sniðna að ykkar þörfum.
Hvort sem hentar þínum hópi, ævintrýarferð eða slökun þá sjáum við til þess að gestirnir fái ógleymanlega upplifun.
- Allur fatnaður fyrir snjósleðaferðina
- Hanskar
- Hjálmur
- Heilgalli
Ekki innifalið:
- Almennur útbúnaður til ferðarinnar
- Aukasnarl
Gott er að taka með:
- Góða skó s.s. létta gönguskó eða íþróttaskó
- Útvistarfatnað sem hæfir veðri:
- Hlýjar og vatnsheldar yfirhafnir
- Buff undir hjálma
- Fingravettlingar
- Southcoast Adventure áskilur sér rétt til að hætta við ferðir og afbóka bókanir ef þörf krefur. Ferðirnar geta verið háðar veðri.
- Við gætum þurft að hætta við ferðir eða setja þær á annan tíma þar sem lágmarksfjöldi hefur ekki náðst í ferðina en lágmarksfjöldi í ferð eru 10 fullorðnir.
- Réttur til afbókunar
Ef við hættum við ferð eða þurfum að færa hana þannig að þú getur ekki tekið þátt þá munum við endurgreiða þér að fullu. En ef þú hættir við þá erum við með afbókunarreglur sem má lesa nánari inná FAQ.